Er þetta í lagi?

Alveg er ég hissa!  

Þannig er að dóttir mín er í hönnunarnámi. Hannar föt og saumar alla daga. Vinir og kunningar eru farnir að leggja inn pantanir og mín bara spennt yfir því að koma hönnun sinni á framfæri.

Henni datt í hug að fara í bæinn og kanna hvort það væru einhverjar verslanir sem tækju að sér að selja föt fyrir unga hönnuði. Jú, jú það var nú ekkert mál! Hún settist niður eftir bæjarröltið og fór að hugsa hvernig verðleggja ætti flíkurnar. Spurði mig síðan út í skattamálin og virðisaukaskattinn sem að sjálfsögðu leggst ofaná. Eftir að hafa farið í gegnum það með henni spyrði hún "Hvað eiga þá buxur frá mér að kosta?  Verslunin tekur 45% í sölulaun - hvernig reikna ég þetta út?"

Verslunin tekur 45% í sölulaun!  Ha...ég kváði nú bara...hvað segir þú??     

Ég vissi að ef ég væri að selja bíl, væri ég að borga bílasölunni 3,5-3,9%. Síðast þegar ég seldi húsnæði, var fasteignasalinn að fá eitthvað milli 2-3% og þegar ég sel hljóðfæri í umboðssölu, getur það farið upp í 15%. En að fara fram á að fá 45% er að mínu mati algjörlega siðlaust. Hönnuðurinn, sem leggur út í alla hugmyndavinnuna, gerir snið, kaupir efni og saumar flíkina fær rétt rúmlega helming til að standa straum af öllum pakkanum. 

Ég ráðlagði dóttur minni að taka bara góðar myndir af hönnuninni sinni, setja þær inn á myspace síðu og gera út þaðan. Margfalt ódýrar á allan hátt! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband