Af hverju ekki? Í alvöru??

Ég spyr bara af hverju ekki 5 ára deildir innan grunnskólans?

Mér finnst rökin um að það sé ekki heimild fyrir því í núgildandi lögum ekki nógu góð. Kalla því hér eftir raunverulegum svörum. Og einnig af hverju leikskólakennarar séu á móti þessu.

Ég á fjögur börn, þarf af þrjá drengi sem allir hafa byrjað í skóla 5 ára. (Var bara því miður ekki nógu hugmyndarík þegar dóttir mín, elst, var fimm ára). Okkar reynsla er mjög góð, bæði úr Ísaksskóla og Seljaskóla, þar sem sonur minn elsti byrjaði í 6 ára bekk 5 ára. Við hefðum alls ekki viljað hafa þetta öðruvísi!

Ég man hinsvegar eftir því hvernig hugmynd minni um að stráksi byrjaði svona ungur í 6 ára bekk, var tekið á leikskólanum sem hann var á.  Einn leikskólakennarinn spurði mig hvort ég héldi að minn sonur væri eitthvað gáfaðri en hinir 5 ára strákarnir. En það var alls ekki málið. Hann var bara orðinn leiður á leikskólanum og þurfti að fá fleiri krefjandi verkefni og meiri örvun. Tek það fram að þetta er og var frábær leikskóli og við ánægð með hann í alla staði! Eftir nokkra daga á greiningarstöðinni, var ákveðið að hann hæfi skólagöngu. Því var reyndar komið inn hjá mér að það ætti eftir að koma í ljós seinna hvort ég hefði verið að gera rétt. Tíminn einn gæti skorið úr um það. 

En sem betur fer gekk þetta allt upp. Stráksi var yfirleitt alltaf höfðinu hærri en bekkjarfélagarnir. Og hefur fylgt þeim árgangi sem hann byrjaði með alla tíð. Hann fermdist því ári á undan sem var ekkert mál - en fannst kannski frekar fúlt að þurfa að bíða árinu lengur eftir bílprófinu. 

Ég vona að málið fái faglega umfjöllun í mennta- og leikskólaráði og í framhaldinu að foreldrar fái val um skólagöngu 5 ára barna sinna án þess að þurfa að sækja í skóla langt frá heimili sínu.


mbl.is Leikskólakennarar andvígir 5 ára bekkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Promotor Fidei

Einn leikskólakennarinn spurði mig hvort ég héldi að minn sonur væri eitthvað gáfaðri en hinir 5 ára strákarnir

-Dæmigert viðhorf í íslenska menntakerfinu. Ef þú heldur þig ekki við lægsta samnefnara þarf að berja þig niður.

Promotor Fidei, 19.2.2008 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband