Frístundakort

Borgarráð samþykkti á haustönn 2006 að fela Íþrótta- og tómstundaráði (ÍTR)að vinna tillögur um nýtt styrktarkerfi svokallað „frístundakort" vegna þátttöku barna og unglinga í æskulýðs- íþrótta- og menningarstarfi í borginni. Frístundakortin tóku svo gildi 1.september s.l.

Einhverjir aðilar vilja meina að með innleiðingu frístundakortanna hafi gjaldskrár þeirra félaga sem taka á móti frístundakortinu hækkað. Og sum félög eru ósátt við undirbúning Reykjavíkurborgar í ferlinu.

Ég er í þeim sporum að reka tónlistarskóla sem tekur við frístundakortunum og get fullyrt að gjaldskrá okkar hækkaði ekki vegna frístundakortanna. Og við fengum mjög greinagóðar upplýsingar frá starfsfólki Reykjavíkurborgar með framkvæmdina.

Ég vil nota tækifærið og lýsa ánægju minni með að þessi frístundakort hafi verið tekin upp. Að mínu mati hefur þetta gengið mjög vel og tel ég að ég hafi fengið góðar upplýsingar frá RVB um hvernig bera ætti sig að. Hvað varðar skráningu og upplýsingar til foreldra um framkvæmd, var okkar vinna miklu meiri en við gerðum okkur grein fyrir í byrjun. En það gleymist þegar glaðleg andlit nemendanna birtast í skólanum.

Það er greinilegt að Frístundakortin hafa opnað fleiri nemendum leið til þess að njóta tónlistarnáms, sem að öðrum kosti hefðu ekki haft ráð á.
Húrra fyrir því!

Hlakka til áframhaldandi góðs samstarfs og góðra upplýsinga frá RVB.

Kveðja,
Edda Borg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband