31.10.2007 | 11:01
Jólaböllin í ár með besta jólasveininum!
Undanfarin 16 ár höfum við tekið að okkur að leika á jólaböllum í fyrirtækjum, ýmsum félögum og stofnunum. Þór Tulinius hefur leikið aðalmanninn, enda tekur hann hlutverkið alvarlega og er sá besti sem ég hef hitt. Þegar um stór fyrirtæki er að ræða þá erum við þrjú í hljómsveitinni plús jólasveinninn. Annars höfum við Þór líka tekið að okkur að skemmta á minni stöðum, þá án hljómsveitarinnar.
Við spilum jólalögin fyrir hlé og svo hreyfisöngva, dansa og ýmis skemmtileg lög af diskinum okkar Ding Dong eftir hlé. Þar kemur tónmenntakennaramenntun mín að gagni en mitt hlutverk er að spila á píanó, syngja og stjórna skemmtuninni. Passa upp á að allir labbi í rétta átt og klappi og stappi á réttum stöðum. Ég er ekki frá því að mér finnist þetta skemmtilegra en að leika á dansleikjum fyrir eldra fólkið þó það sé oftast mjög fínt.
Nú er búið að bóka hópinn töluvert og m.a. á Jólaball Íslendingafélagsins í London þann 24.nóvember n.k. og stendur mikið til.
Bókanir eru á fullu og fara "bestu dagarnir" að vera fullbókaðir. Ef þú þekkir einhvern sem er að leita að góðum skemmtikröftum til að taka að sér jólaballið í þínu fyrirtæki eða stofnun, þá er bara að hafa samband á eddaborg@eddaborg.is
Jólakveðja, Edda Borg
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.