Af hverju ekki? Í alvöru??

Ég spyr bara af hverju ekki 5 ára deildir innan grunnskólans?

Mér finnst rökin um ađ ţađ sé ekki heimild fyrir ţví í núgildandi lögum ekki nógu góđ. Kalla ţví hér eftir raunverulegum svörum. Og einnig af hverju leikskólakennarar séu á móti ţessu.

Ég á fjögur börn, ţarf af ţrjá drengi sem allir hafa byrjađ í skóla 5 ára. (Var bara ţví miđur ekki nógu hugmyndarík ţegar dóttir mín, elst, var fimm ára). Okkar reynsla er mjög góđ, bćđi úr Ísaksskóla og Seljaskóla, ţar sem sonur minn elsti byrjađi í 6 ára bekk 5 ára. Viđ hefđum alls ekki viljađ hafa ţetta öđruvísi!

Ég man hinsvegar eftir ţví hvernig hugmynd minni um ađ stráksi byrjađi svona ungur í 6 ára bekk, var tekiđ á leikskólanum sem hann var á.  Einn leikskólakennarinn spurđi mig hvort ég héldi ađ minn sonur vćri eitthvađ gáfađri en hinir 5 ára strákarnir. En ţađ var alls ekki máliđ. Hann var bara orđinn leiđur á leikskólanum og ţurfti ađ fá fleiri krefjandi verkefni og meiri örvun. Tek ţađ fram ađ ţetta er og var frábćr leikskóli og viđ ánćgđ međ hann í alla stađi! Eftir nokkra daga á greiningarstöđinni, var ákveđiđ ađ hann hćfi skólagöngu. Ţví var reyndar komiđ inn hjá mér ađ ţađ ćtti eftir ađ koma í ljós seinna hvort ég hefđi veriđ ađ gera rétt. Tíminn einn gćti skoriđ úr um ţađ. 

En sem betur fer gekk ţetta allt upp. Stráksi var yfirleitt alltaf höfđinu hćrri en bekkjarfélagarnir. Og hefur fylgt ţeim árgangi sem hann byrjađi međ alla tíđ. Hann fermdist ţví ári á undan sem var ekkert mál - en fannst kannski frekar fúlt ađ ţurfa ađ bíđa árinu lengur eftir bílprófinu. 

Ég vona ađ máliđ fái faglega umfjöllun í mennta- og leikskólaráđi og í framhaldinu ađ foreldrar fái val um skólagöngu 5 ára barna sinna án ţess ađ ţurfa ađ sćkja í skóla langt frá heimili sínu.


mbl.is Leikskólakennarar andvígir 5 ára bekkjum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 18. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband