Jólaböllin í ár međ besta jólasveininum!

Undanfarin 16 ár höfum viđ tekiđ ađ okkur ađ leika á jólaböllum í fyrirtćkjum, ýmsum félögum og stofnunum. Ţór Tulinius hefur leikiđ ađalmanninn, enda tekur hann hlutverkiđ alvarlega og er sá besti sem ég hef hitt. Ţegar um stór fyrirtćki er ađ rćđa ţá erum viđ ţrjú í hljómsveitinni plús jólasveinninn. Annars höfum viđ Ţór líka tekiđ ađ okkur ađ skemmta á minni stöđum, ţá án hljómsveitarinnar.

Viđ spilum jólalögin fyrir hlé og svo hreyfisöngva, dansa og ýmis skemmtileg lög af diskinum okkar Ding Dong eftir hlé. Ţar kemur tónmenntakennaramenntun mín ađ gagni en mitt hlutverk er ađ spila á píanó, syngja og stjórna skemmtuninni. Passa upp á ađ allir labbi í rétta átt og klappi og stappi á réttum stöđum. Ég er ekki frá ţví ađ mér finnist ţetta skemmtilegra en ađ leika á dansleikjum fyrir eldra fólkiđ ţó ţađ sé oftast mjög fínt.

Nú er búiđ ađ bóka hópinn töluvert og m.a. á Jólaball Íslendingafélagsins í London ţann 24.nóvember n.k. og stendur mikiđ til. 

Bókanir eru á fullu og fara "bestu dagarnir" ađ vera fullbókađir. Ef ţú ţekkir einhvern sem er ađ leita ađ góđum skemmtikröftum til ađ taka ađ sér jólaballiđ í ţínu fyrirtćki eđa stofnun, ţá er bara ađ hafa samband á eddaborg@eddaborg.is  

Jólakveđja, Edda Borg 

 


Ađalnámskrá tónlistarskóla - fyrstu tónleikar vetrarins!

Frábćr fundur sem viđ kennarar og skólastjóri í Tónskóla Eddu Borg héldum fyrir foreldra nemenda viđ skólann um Ađalnámskrá Tónlistarskóla.

Mćting var miklu betri en viđ ţorđum ađ vona. Gaman ađ sjá hvađ foreldrar eru áhugasamir um tónlistaruppeldi barna sinna og taka greinilega mikinn ţátt í ţví. Í stuttu máli fórum viđ yfir ţá ţćtti námskrárinnar sem skipta máli. Allir kennararnir fengu ađ tjá sig hver um sitt hljóđfćri og hélt Hólmfríđur Sigurđardóttir píanókennari síđan erindi um ađbúnađ heima fyrir og ţátt foreldra og heimila í tónlistaruppeldinu. Stórgott erindi sem gaman vćri ađ birta hér fljótlega.

Nú á laugardaginn, 27.október verđur skólinn međ nemendatónleika í Seljakirkju kl. 11., 12. 13 og 14:00 ţar sem flestir nemendur skólans koma fram. Allir velkomnir!

Viđ höfum alltaf lagt upp međ ađ hafa tónleikana skemmtilega, fjölbreytta og umfram allt EKKI OF LANGA - eđa ca. 40.mín. Ţarna eru sumir nemendur ađ stíga sín fyrstu skref og margir ađ koma fram á tónleikum í fyrsta skipti.  

Vćri gaman ađ sjá sem flesta!

Kveđ í bili - Edda Borg


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband